Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skáld í skólum

16.11.2023
Skáld í skólumVið fengum góða gesti í heimsókn í tengslum við verkefnið Skáld í skólum. Rán Flygenring sem er starfandi mynd- og rithöfundur og fékk nýlega bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hitti nemendur í 3. og 4. bekk ásamt Hjörleifi Hjartarsyni sem er rithöfundur, tónlistarmaður og kennari, Dagskráin þeirra „Fuglar, flugur, hestar og álfar“ var fjörug og fræðandi.
Í 5. og 6. bekk lásu Gunnar Theodór Eggertsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir upp úr bókum sínum. Í bókum Gunnars má finna alls konar sögur í ævintýraheimum en bækur Bergrúnar taka á einelti, heimilisofbeldi, ástarsorg og börnum er jafnvel rænt.

Gunnar Theodór hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Steindýrin (2008) og var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Drauga-Dísu (2015). Bækur Bergrúnar Írisar hafa hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga, á borð við Vestnorrænu bókmenntaverðlaunin og Íslensku bókmenntaverðlaunin. Bergrún var auk þess tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir sína fyrstu bók.

Hér má sjá myndir

Til baka
English
Hafðu samband