Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samvinnuverkefni í 1. og 2. bekk

30.05.2010
Samvinnuverkefni í 1. og 2. bekk

Nemendur í 1. og 2. bekk unnu saman að verkefni sem var tileinkað samskiptum, lífsleikni og ekki síst kurteisi. Aðalmarkmið verkefnisins var að styrkja samskiptin á milli árganganna og vekja umræðu um hvernig við komum fram hvert við annað í okkar daglega starfi hér í skólanum.
Hæst bar stöðvavinna utandyra þar sem nemendum var skipt upp í sex hópa. Nemendur tókust á við hinar ýmsu þrautir og tókst þetta með mjög vel og lék veðrið við okkur þessa daga.
Verkefninu lauk með því að vinabekkir hittust og unnu með kurteisi og gerðu sameiginlegt veggskraut á ganginn.

Kíkið á myndir á myndasíðu 1. og 2. bekkja.

Til baka
English
Hafðu samband