22.11.2013
Gestir frá japanska sendiráðinu
Miðvikudaginn 20. nóvember komu til okkar góðir gestir frá japanska sendiráðinu. Þetta voru þau Eri Yamashita og Bragi Ólafsson. Þau komu til að kynna sér nýsköpun og upplýsingatækni í skólanum. Þau kíktu inn í kennslustund hjá nemendum í 5. bekk þar...
Nánar15.11.2013
Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í skólanum þann 15. nóvember. Hjá yngri nemendum var dagskráin í höndum 3. bekkinga sem hófst á laginu „Á Sprengisandi“. Svo var sagt frá skáldinu Jónasi Hallgrímssyni, bæði í máli og myndum. Einnig var...
Nánar15.11.2013
Litabók um brunavarnir
Konur úr Lionsklúbbnum Eik í Garðabæ komu í sína árlegu heimsókn í skólann. Þær heimsóttu nemendur í 2. bekk og ræddu um hvernig bregðast á við ef eldur kviknar og gáfu nemendum litabók sem fjallar um brunavarnir.
Nánar14.11.2013
Halloweenball
Halloweenball (Hrekkjavöku dansleikur) 7. bekkja Hofsstaðaskóla var haldið miðvikudagskvöldið 6. nóvember s.l. Ballið tókst í alla staði frábærlega vel og skemmtu allir sér konunglega. Diskótekið Dísa sá um að halda uppi fjöri og var frábær stemming...
Nánar13.11.2013
Dagur gegn einelti – 8. nóvember
Föstudagurinn 8. nóvember var helgaður baráttunni gegn einelti, í Hofsstaðaskóla eins og í öðrum grunnskólum á Íslandi.
Í Hofsstaðaskóla minntumst við dagsins með ýmsum hætti. Kennarar ræddu um forvarnir gegn einelti, unnin voru verkefni, haldnir...
Nánar12.11.2013
Bæjarferð hjá 3. RJ
Þriðjudaginn 5. nóvember fór 3. RJ til Reykjavíkur þar sem helstu byggingar bæjarins voru skoðaðar og farið upp í Hallgrímskirkjuturn. Ferðin var farin í tengslum við samfélagsfræðiverkefnið Reykjavík höfuðborgin okkar. Áð var á veitingarhúsinu...
Nánar11.11.2013
Tæknistelpa úr Hofsstaðaskóla
Ólína Helga Sverrisdóttir sem var nemandi okkar í Hofsstaðaskóla, áður en hún hélt á vit ævintýranna í Bandaríkjunum, komst í 3ja stúlkna úrslit sem Tæknistelpa Evrópu 2013 - Digital Girl of the Year. Ólína Helga sigraði forritunarkeppni á vegum FBI...
Nánar06.11.2013
Nemendafélagið fundar
Fundur í nemendafélagi Hofsstaðaskóla var haldinn 4. nóvember á sal skólans. Aðalmenn og varamenn úr 2. -7. bekk voru boðaðir á fundinn. Hópurinn var nokkuð fjölmennur og aldursbil breytt. Lagt er til að hópnum verði skipt í eldri og yngri á næsta...
Nánar05.11.2013
Leikskólanemendur í heimsókn
Síðustu daga hafa nemendur af vinaleikskólunum Hæðarbóli, Lundabóli og Ökrum heimsótt Hofsstaðaskóla. Börnin hafa tekið þátt í samsöng, fengið fræðslu um bókasafnið og hlustað á upplestur, skoðað skólann og þá sérstaklega Höllina þar sem 1. bekkur er...
Nánar05.11.2013
Fjör á Hofsstaðaskólaleikum
Hofsstaðaskólaleikar voru haldnir 22. og 23. október s.l. og tókust þeir einstaklega vel og var mikið fjör á leikunum. Uppskeruhátíð var haldin föstudaginn 1. nóvember þar sem fyrirliðar gengu í stofur og söfnuðu saman liðum og fóru á sal þar sem...
Nánar03.11.2013
Meistaratök á Mentor
Foreldrum í Hofsstaðaskóla býðst að sækja örnámskeið um fjölskylduvefinn Mentor. Elísabet Benónýsdóttir kennsluráðgjafi fer yfir helstu grunnatriði sem foreldrar þurfa að þekkja til þess að vefurinn nýtist þeim sem best.
Nánar31.10.2013
Grænfáninn dreginn að húni
Föstudaginn 18. október var nýr Grænfáni dreginn að húni við skólann. Í samveru á sal kom fráfarandi umhverfisnefnd með fánann og afhenti nýrri umhverfisnefnd hann. Eins og áður hefur komið fram fékk skólinn fánann afhentan 10. október á...
Nánar