Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Páskaungar heimsóttir í Flataskóla

14.04.2011
Páskaungar heimsóttir í Flataskóla

Nemendur í 2. bekk fengu boð um að heimsækja Flataskóla af því jafnaldrar þeirra þar eru  eru að vinna spennandi verkefni þessa dagana. Verkefnið felst í því að sjá um tíu landnámshænuunga. Ungarnir komu í skólann fyrir viku síðan og fengu ýmis nöfn s.s. Sætur, Skuggi, Kjúlli og Páski. Olga kennari í Flataskóla tók á móti nemendum og fræddi þá um verkefnið og leyfði síðan öllum að klappa sætu ungunum. Áður en haldið var aftur í Hofsstaðaskóla brugðu nokkrir nemendur sér í hreystibrautina sem liggur við skólann á meðan aðrir léku sér á skólalóðinni. Við þökkum Flataskóla kærlega fyrir að taka á móti okkur.

Skoða myndir frá heimsókninni á myndasíðu hjá 2. bekk

Hér er hægt að lesa nánar um ungaverkefnið í Flataskóla


Til baka
English
Hafðu samband