Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Allir lesa

14.10.2014
Allir lesa

Landsleikurinn ALLIR LESA fer fram í fyrsta sinn 17. október og lýkur 16. nóvember á degi íslenskrar tungu. Þetta er einfaldur leikur sem allir geta tekið þátt í en hann fest í því að þátttakendur skrá lestur sinn í lestrardagbók á vefnum allirlesa.is og er þetta í svipuðum dúr og t.d. Hjólað í vinnuna þar sem keppt er í liðum. Allir nemendur í Hofsstaðaskóla taka þátt í leiknum en valkvætt er hvort nemendur taka jafnframt þátt í lestrarátaki Ævars vísindamanns (sjá nánar hér). Þeir sem verja mestum tíma í lestur á keppnistímanum standa uppi sem sigurvegarar. Allir forráðamenn eiga að hafa fengið bréf sem greinir frá tilhögun þessa lestrarleiks.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband