Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skóladagar í desember og Litlu jólin

15.12.2023
Skóladagar í desember og Litlu jólinMánudaginn 18. desember er hefðbundinn skóladagur og það sama á við um þriðjudaginn 19. desember utan þess að 7. bekkingar verða með skemmtun á sal fyrir alla nemendur kl. 8.40 og 9.40.
Miðvikudaginn 20. desember eru Litlu jólin og skertur skóladagur nemenda. Allir nemendur mæta í skólann kl. 9.00 og lýkur dagskránni kl. 11.00. Regnboginn er opinn frá kl. 11.00 og hafa umsjónarmenn hans sent bréf til foreldra um skráningu þann dag.
Á litlu jólunum er dagskrá í bekkjarstofu og jólaball. Nemendur mæta í betri fötunum og koma með sparinesti sem er sætabrauð og safi/kókómjólk. Gos og sælgæti er ekki leyfilegt.
Vegna fjölda nemenda eru haldin tvö jólaböll. Nemendum er skipt í hópa 1 og 2 og á meðan hópur 1 er í dagskrá í bekkjarstofu er hópur 2 á jólaballi og svo öfugt. Sjá skiptingu hér fyrir neðan. Heyrst hefur að jólasveinar muni líta inn og dansa með nemendum kringum jólatréð.
Jólaleyfi hefst fimmtudaginn 21. desember og hefst kennsla á nýju ári miðvikudaginn 3. janúar 2024 skv. stundaskrá. Frístundaheimilið Regnboginn er opið í jólaleyfinu fyrir þau börn sem búið er að skrá.

Litlu jólin hópur 1: 1. BSt, 1.IS, 2. HLE, 2.LBE, 3. ÁS, 3. SS, 4. BSv, 4. RJ, 5. ÖM, 5. STH, 6. SGE,
                                6. GHS, 7. AÞ, 7. MH
Litlu jólin Hópur 2: 1. ÓG, 1. ÞJ, 2. EB, 2. HBG, 3. JES, 4.SH, 4. AH, 5. HBS, 5.JBI, 6. AB, 6. ÓP,
                                7. RBG, 7. BSE
Til baka
English
Hafðu samband