Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öskudagurinn

14.02.2024
Öskudagurinn

Öskudagskráin gekk mjög vel í dag og gaman að sjá fjölbreytta og skemmtilega búninga sem bæði nemendur og kennarar skrýddust. Bæði nemendur og starfsfólk lifðu sig inn í hlutverkin og skemmtu sér á hinum ýmsu stöðvum sem boðið var upp á í tilefni dagsins. Foreldrafélaginu kunnum við bestu þakkir fyrir mjög svo skemmtilegt draugahús. Auk þess var boðið upp á grímugerð, andlitsmálun, dans og söng í stóra salnum, spákonur og hreyfingu í íþróttahúsinu svo eitthvað sé nefnt.

Myndir frá öskudeginum eru komnar á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband