Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skákkennsla í Hofsstaðaskóla

28.02.2024
Skákkennsla í Hofsstaðaskóla

Í vetur hefur Sigurlaug Stefánsdóttir umsjónarkennari á yngra stigi verið með skákkennslu í smiðjum í 4. bekk. Á síðasta skólaári var hún með skákkennslu í 2. bekk. Um síðustu helgi tóku fjórir strákar úr 1. og 2. bekk þátt í Íslandsmóti barnasveita í 1. – 3. bekk. Strákarnir enduðu í 14. sæti af 26 sveitum en þetta er mjög flottur árangur hjá liðinu sem var ekki með neinn á elsta ári, þar sem hvert ár skiptir miklu máli á þessum aldri. Við finnum fyrir vaxandi áhuga nemenda á skák, bæði stelpum og strákum.

Hvetjum áhugasama til að skoða og æfa sig með því að fara inn á http://www.chess.com og
https://skak.is/skakkennsla/grunnatridi-2/

 


Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband