Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

05.02.2010

Sinueldur við skólann

Sinueldur við skólann
Sinueldur logaði á svæði við Hofsstaðaskóla í Garðabæ í morgun. Slökkviliði var tilkynnt um eldinn rétt fyrir klukkan ellefu en hann logaði þá í sinu á um hundrað fermetra svæði. Atburðurinn vakti þó nokkra athygli meðal nemenda sem hópuðust að...
Nánar
03.02.2010

Elína í 5. A.M.H. hlýtur 1. verðlaun

Elína í 5. A.M.H. hlýtur 1. verðlaun
Um helgina var keppt í dansi á vegum Dansráðs Íslands. Elína Dís í 5. AMH og Gyrðir dansfélagi hennar náðu glæsilegum árangri og unnu 1. verðlaun í flokki latindansa og ballroom dansa. Elína hefur æft dans frá 3. ára aldri og æfir hjá Dansskóla Jóns...
Nánar
03.02.2010

Húsfyllir á fjáröflunarbingói í Hofsstaðaskóla

Húsfyllir á fjáröflunarbingói í Hofsstaðaskóla
Fullt var út úr dyrum á fjáröflunarbingói foreldrafélags Hofsstaðaskóla á þriðjudagskvöld þar sem safnað var fyrir gagnvirkum skólatöflum. Þrjár slíkar töflur eru nú notaðar við kennslu í skólanum með góðum árangri. Rúmlega 500 manns mættu á...
Nánar
01.02.2010

100 daga hátíð

100 daga hátíð
Mánudaginn 1. febrúar var líf og fjör hjá nemendum í 1. bekk því þá voru krakkarnir búnir að vera 100 daga í skólanum. Bæði nemendur og kennarar mættu í búningum og hófu daginn á því að ganga í halarófu um ganga skólans undir dyngjandi danstónlist...
Nánar
27.01.2010

Fjáröflunarbingó foreldrafélagsins

Fjáröflunarbingó foreldrafélagsins
Þriðjudaginn 2. febrúar verður bingó í stóra sal Hofsstaðaskóla klukkan 18-20 fyrir alla nemendur skólans, systkini og foreldra. Mikil stemmning verður í salnum því til sölu verða blikkljós og glóljós og verður því kvöldið litskrúðugt í meira lagi...
Nánar
26.01.2010

Morgunverðarhressing

Morgunverðarhressing
Sú ákvörðun var tekin að bjóða nemendum upp á að kaupa ávexti í áskrift í morgunhressingu. Ákveðið var að verkefnið færi af stað 1. febrúar. Hver nemandi fær skorna ávexti í skál inn í sinni kennslustofu. Í skálinni verða þrjár tegundir (þrír bitar)...
Nánar
22.01.2010

Koma frá Reykjumkl. 15:30

Fengum góðar kveðjur frá hópnum sem var að leggja af stað frá Borganesi upp úr kl. 14.30. Þau gerðu ráð fyrir að vera komin í Hofsstaðaskóla kl. 15:30.
Nánar
22.01.2010

Tilkynning Skólabúðirnar

Tilkynning Skólabúðirnar
Nú hafa nemendur og starfsmenn látið okkur vita að áætluð heimkoma úr skólabúðunum á Reykjum er kl. 16 í dag. Við munum að sjálfsögðu setja út frétt um leið og okkur berst staðfestur lendingartími hér í skólanum.
Nánar
18.01.2010

Ferðin á Reyki gekk vel

Það var kátur hópur nemenda í 7. bekk ásamt kennurum sem hélt af stað frá skólanum upp úr kl. 8:30 í morgun mánudaginn 18. janúar. Ferðinni var heitið í Skólabúðirnar Reykjum í Hrútafirði. Þar verður dvalið við leik og störf fram á föstudag.
Nánar
14.01.2010

Stafavinna í 1. bekk

Stafavinna í 1. bekk
Það er nóg að gera hjá krökkunum í 1. bekk. Þau eru alltaf að bæta við stöfum í safnið og vinna á ýmsa vegu með þá. Kennarar brugðu á leik með stafinn Gg og létu nemendur búa sér til skemmmtileg gleraugu. Þeir notuðu tækifærið og smelltu af...
Nánar
13.01.2010

Lestrarátak í 4. bekk

Boðið verður upp á kynningu fyrir foreldra á lestrarátaki fyrir nemendur í 4. bekk föstudaginn 15. janúar kl. 8.15 í stofu 103. Átakið stendur yfir í fjórar vikur og því er ætlað að auka lestrarhraða, nákvæmni í lestri og bæta stafsetningu.
Nánar
13.01.2010

Lestrarátak í 2. bekk

Boðið verður upp á kynningu fyrir foreldra á lestrarátaki, fyrir nemendur í 2. bekk, fimmtudaginn 14. janúar kl. 8.15 í stofu 210. Átakið stendur yfir í fjórar vikur og er haldið til að þjálfa fjölbreytta þætti til að auka lestrarfærni nemenda. ...
Nánar
English
Hafðu samband