Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ritunar og ljóðaverkefni

04.03.2009
Ritunar og ljóðaverkefni

Nemendur í 6. L.K. skila inn ritunar-og ljóðaverkefnum til skiptis aðra hvora viku. Í janúar las bekkurinn ljóð eftir Sigurð Pálsson sem fjallar um það hvernig umhverfi setur mark sitt á menn og dýr. Ljóðið kallast Dúfur og var verkefni 6. L.K. í framhaldi af lestrinum að semja svipað ljóð með áhrif umhverfisins í huga. Annalísa Hermannsdóttir samdi þetta skemmtilega ljóð um það hvernig stúlka sem elst upp í frumskóginum hélt að hún væri ljón.

 

 

 

 

 

 

LjónLjón

Stúlkan í frumskóginum
hélt að hún væri ljón.

Hún var skilin eftir úti á götu.
Ljónynjan tók hana að sér.

Aldrei sá hún önnur börn
né fullorðið fólk.

Fyrst hélt hún lengi vel
að hún væri íkorni.
Hún fór til íkorna
settist hjá honum kurteisislega
í beiðni um að snæða með honum hnetur
en var rekin burt,
að éta íkornakjöt,
með ljónynjunni.

Löngum sat hún hugsi
uppí tré
og horfði á ljónsungana leika sér.

Fyrst langaði hana að stökkva til þeirra
og leika við þá.

Eftir nokkra umhugsun
sló upp í kollinum á henni
að auðvitað væri hún ljón!
Nokkrar vikur eftir sat hún
uppí tré á laflausri trjágrein,
horfði á ljónsungana kljást
meðan aðrir krakkar gengu í skóla,
lærðu á hljóðfæri og æfðu íþróttir.
Hún undraðist að ljónsungarnir
höfðu ekki boðið henni að kljást með,
þar sem hún sat bara á laflausu greininni allan daginn.

Einn daginn fór hún uppí tréð eins og venjulega
settist á trjágreinina,
hafði algjörlega gleymt því hvað trjágreinin var laus
og féll niður.

Annalísa Hermannsdóttir 6. L.K.

 

Til baka
English
Hafðu samband