Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaslit 7. bekkinga 8. júní 2010

09.06.2010
Skólaslit 7. bekkinga 8. júní 2010

Þriðjudaginn 8. Júní fór fram skólastlit 7. bekkinga við hátíðlega athöfn á sal Hofsstaðaskóla. Nemendur í 7. bekk fluttu tónlistaratriði  í upphafi samkomunnar og síðan fór fram verðlaunafhending fyrir besta samanlagða árangur í íslensku  í hverjum 7. bekk, Kiwanis klúbburinn Setberg í Garðabæ veitir verðlaunin og hlutu eftirfarandi nemendur bókaverðlaun sem viðurkenningu:

  • 7. BÓ Kristín Eva Gunnarsdóttir
  • 7. LK Annalísa Hermannsdóttir
  • 7. ÓP Magnea Haraldsdóttir


Hofsstaðaskóli veitti nú sem áður verðlaun fyrir besta samanlagða námsárangur og umsagnir í hverjum 7. bekk. Að þessu sinni fengu fleiri en einn nemandi í sumum bekkjum verðlaun þar árangur nemenda var mjög jafn. Eftirfarandi nemendur hlutu viðurkenninu sem var bókin Fuglavísir.

  • 7. BÓ  Kristín Eva Gunnarsdóttir
  • 7. LK Annalísa Hermannsdóttir og Sara Ósk Þorsteinsdóttir
  • 7. ÓP  Magnea Haraldsdóttir, Edda Rún Sverrisdóttir og Sara Líf Sigsteinsdóttir

Í vetur hafa sex nemendur í 7. bekk farið fyrir hópi nemenda sem séð hefur um að aðstoða aðra nemendur og starfsfólk í tölvu og tæknimálum. Þessum nemendum voru fluttar þakkir og þeim færður þakklætisvottur en það voru Penninn og Nýherji sem gáfu gjafirnar. Í tæknihópnum voru:

Óskar Þór, Alexander Breki, Bryndís Rós, Annalísa, Bryndís Rósa og Kristín Viðarsdóttir.

Þrír drengir í 7. BÓ færðu skólanum gjöf  sem er segultafla með kubbaköflum sem hægt er að hreyfa þannig að sögupersónurnar lifna við. Guðjón, Hrannar og Kári hafa unnið að þessu verki í vetur úr afgangskubbum úr smíðastofunni. Verkinu fylgdi myndband til útskýringar á tilurð verksins.
Sú hefð hefur skapast að 7. bekkingar sem kveðja skólann flytja kveðju frá nemendum. Bryndís Rós fylgdi kveðjunni úr hlaði sem var myndband frá nemendum og myndasýning.
Að lokum fengu gestir að hlýða á hljómsveitina Dikta sem fluttu tvo lög fyrir áhorfendur. Þrír af fjórum nemendum hljómsveitarinnar eru fyrrum nemendur í Hofsstaðaskóla.

Til baka
English
Hafðu samband