Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Regnbogatré

04.10.2011
Regnbogatré

Hofsstaðaskóli tekur þátt í evrópsku samstarfsverkefni (Comenius) næstu tvö árin sem nefnist „Rainbow Tree“ eða Regnbogatré ásamt skólum í Belgíu, Tyrklandi, Kýpur, Bretlandi , Rúmeníu, og Spáni. Verkefnið fjallar um tré og gildi þeirra frá ýmsum sjónarhornum. Töluverð áhersla verður á umhverfisfræðslu og náttúruvernd, mikið verður um skapandi viðfangsefni og leitast verður við að virkja alla nemendur skólans í verkefninu.
Í upphafi verkefnisins gróðursetur hver skóli tré í nágrenni skólans. Tréð er áþreifanlegt tákn fyrir verkið og er hlúð að því og fylgst með vexti þess. Hofsstaðaskóli gróðursetti sitt Regnbogatré formlega mánudaginn 3. október. Allir nemendur skólans voru viðstaddir athöfnina en nokkrir nemendur í 7. Bekk fengu það hlutverk að koma trénu fyrir í reitnum og búa um það þar. Svo skemmtilega vildi til að á meðan á athöfninni stóð birtist stór og fallegur regnbogi fyrir ofan skólann eins og náttúran væri að lýsa velþóknun sinni á verkefninu.  Lesa má nánar um verkefnið hér

Myndir frá gróðursetningunni eru á myndasíðu skólans


Til baka
English
Hafðu samband