Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Regnboginn rís

11.09.2012
Regnboginn rísMeð lækkandi sól rís regnboginn. Það hljómar kannski eins og þverstæða í hugum þenkjandi manna og lærðra, en í kjallara Hofsstaðaskóla fylgjum við ekki rökum né eðli veraldarinnar. Hvort sem sólin er hátt á lofti eða lágt, þá knýjum við regnbogann með ærslagangi, gleði og geislum þeim er stafa frá þessum væna krakkaskara sem hingað kemur daglega.
Starfsemi Regnbogans sl. tvær vikur hefur litast af skemmtilegum tilburðum starfsmanna við að sjá í gegnum mökk síbreytilegrar dagskrár barnanna og tryggja að allt gangi sinn vanagang í þeim efnum. Samhliða því hefur sífellt öflugri dagskrá verið komið á og sér ekki fyrir endann á því verkefni. Nú þegar hafa börnin, umfram sitt staðlaða frjálsa val í kjallaranum, haft val um hina ýmsu klúbba, svo sem leikjaklúbb, tölvuklúbb, föndurklúbb og borðspilaklúbb. Borðspilaklúbburinn nýtur sívaxandi vinsælda þessa dagana, en Regnboginn festi kaup á tugum glænýrra spila núna nýverið. Margir aðrir klúbbar eru á teikniborðinu. Fylgist með!
Unnið er að því að skipuleggja tómstundatilboð af ýmsum toga. Mun fljótlega sjáum við fram á að geta auglýst fyrstu námskeiðin.
Til baka
English
Hafðu samband