Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýbreytni í foreldrastarfi

27.09.2012
Nýbreytni í foreldrastarfiFimmtudagskvöldið 4. október kl. 20:00 stendur foreldrafélag Hofsstaðaskóla fyrir skemmtikvöldi fyrir foreldra í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Boðið verður upp á skemmtidagskrá og lifandi tónlist. Þetta er í annað sinn sem foreldrafélagið stendur fyrir skemmtikvöldi en síðasta vetur var í fyrsta sinn blásið til fagnaðar sem þótti heppnast afar vel.

"Við ákváðum að láta þetta verða að veruleika, eftir fund fyrir ári síðan þar sem niðurstöður rannsóknar um líðan barna í Garðabæ voru kynntar. Þar kom fram að foreldrar þekkjast oft lítið eða ekkert og það geti verið ákveðið vandamál þegar takast þarf á við hluti sem koma upp í tengslum við börnin, " segir Sigríður Guðlaugsdóttir, formaður foreldrafélags Hofsstaðaskóla.

Okkur finnst mikilvægt að láta þetta snúast um eitthvað skemmtilegt fyrir foreldrana, það er tilbreyting frá því sem vanalega er í gangi þegar foreldrar mæta á fundi í tengslum við skólann, þá snýst þetta yfirleitt um börnin, eða eitthvað sem við getum gert betur," segir Sigríður; "Markmiðið er að skapa stemningu í takt við það sem fólk sækir í þegar það fer út með vinum sínum og eiga góða kvöldstund saman."

Skemmtunin hefst í safnaðarheimilinu klukkan 20 og stendur til klukkan 23.
Til baka
English
Hafðu samband