Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hugarfrelsi í Hofsstaðaskóla

10.10.2014
Hugarfrelsi í HofsstaðaskólaHugarfrelsi kennir hugleiðslu, slökun, jóga og öndunartækni í þremur bekkjum Hofsstaðaskóla. Tæknin sem kennd er miðast við að nemendur og kennarar geri æfingar við skólaborðin. Kennslan hefur gengið vonum framar, bæði nemendur og kennarar hafa upplifað hugarró og dásamlega slökun í Hugarfrelsistímum.

Verkefnið er samstarfsverkefni milli Hugarfrelsis og Hofsstaðaskóla sem hófst með fræðslufyrirlestri fyrir kennara og starfsfólk í haustbyrjun. Einu sinni í viku sækja kennarar og starfsfólk skólans svo kennslu og þjálfun hjá Hugarfrelsi.

Nemendur í Hofsstaðaskóla hafa verið fljótir að tileinka sér aðferðirnar og yfirfært þær á önnur verkefni sem þeir eru að glíma við s.s. próftöku, íþróttakeppni, heimanám og til að ná tökum á kvíða.

Að námskeiðinu loknu gefst kennurum Hofsstaðaskóla tækifæri til að halda kennslunni áfram með hjálp ítarlegra kennsluleiðbeininga frá Hugarfrelsi.

Nýstárlegt og spennandi samstarfsverkefni sem gaman verður að fylgjast með.
Til baka
English
Hafðu samband