Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þolandi og gerandi-frá sjónarhorni beggja

07.05.2015
Þolandi og gerandi-frá sjónarhorni beggja

"Þolandi og gerandi frá sjónarhorni beggja"

Dagana 5. og 6. maí fengum við í Hofsstaðaskóla góða gesti, þau Pál Óskar Hjálmtýrsson, Magnús Stefánsson og Snædísi Ásgeirsdóttur en þau voru með fræðsluerindi um einelti fyrir nemendur og foreldra í 5. og 6. bekk. Sýnd var ný leikin heimildarmynd um æsku Páls Óskars þar sem fjallað er um einelti sem Páll Óskar upplifði í grunnskóla. Í framhaldi af því ræddi Páll Óskar um eineltishringinn og helstu birtingarmyndir eineltis. Þá steig á svið ung og hugrökk 14 ára stúlka sem heitir Snædís og lýsti einelti sem hún hefur orðið fyrir síðan í 3.bekk og er ennþá að takast á við, þrátt fyrir að hafa stigið fram og sagt frá. Magnús tók síðan við og talaði um einelti út frá sjónarhóli gerandans. Að því loknu svöruðu þau fyrirspurnum. Erindi þeirra var mjög fræðandi og hreyfði við öllum sem á hlustuðu. Það er mjög mikilvægt að halda umræðunni um einelti vakandi í samfélaginu til að allir geti hjálpast að við að uppræta það.

Sjá fleiri myndir á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband