Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listadagar- Vorvindar glaðir

26.04.2016
Listadagar- Vorvindar glaðir

Vikuna 25.-29 standa yfir listadagar í Garðabæ og taka nemendur og starfsfólk Hofsstaðaskóla að sjálfsögðu þátt í þeim. Nokkrir nemendur í 6.bekk taka þátt í kvikmyndanámskeiði á vegum Riff og fer námskeiðið fram í Garðaskóla. Stór hópur nemenda í 6. bekk er einnig í tónlistarhópi og vinnur hann að því að búa til tónverk sem flutt verður í vikulokin.
Aðrir árgangar vinna einnig að fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum í tengslum við þema listadaga sem er Vorvindar glaðir-Garðabær 40 ára.

Á myndasíðu skólans má sjá nokkrar myndir sem teknar voru af kvikmyndahópnum á fyrsta degi Riff námskeiðsins.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband