Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heilahristingur-Heimanámsaðstoð

21.09.2016
Heilahristingur-Heimanámsaðstoð

Verkefnið "Heilahristingur" sem er heimanámsaðstoð á Bókasafni Garðabæjar í samstarfi við Rauða krossinn. Heimanámsaðstoðin hefst fimmtudaginn 22. september kl. 15-17 og verður síðan á hverjum fimmtudegi fram í desember eftir það. Allir nemendur í 4.-10. bekk eru velkomnir.

Þess má geta að verkefnið var tilnefnt til foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2016.

Verkefnið fór af stað 2008 og er sett upp eftir danskri fyrirmynd, "Projekt 100 lektiecaféer". Mikil áhersla er lögð á að heimsókn á bókasafnið verði hluti af lífi barna og ungmenna og að hvetja ungt fólk til áframhaldandi náms. Markmiðið er einnig að veita tækifæri til að styrkja sjálfsmyndina og skapa vettvang fyrir vináttu. Sjálfboðaliðar taka á móti þeim nemendum sem hafa áhuga á að nýta sér aðstoðina í söfnunum. Nemendur mæta á bókasafnið í hverri viku til að vinna heimavinnuna sína og hitta vini sína.

"Heilahristingur" er eitt af mörgum fjölmenningarlegum verkefnum Borgarbókasafnsins og er í samvinnu við Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Skóla - og frístundasvið Reykjavíkurborgar er einnig stuðningsaðili verkefnisins.
Þegar verkefnið fór af stað hlaut það styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála og má segja að það hafi tekist vel að þróa það áfram á þeim árum sem liðið hafa. Þjónustan er í boði fyrir nemendur í 4.-10. bekk og fyrir framhaldsskólanema og fer fram í 3 menningarhúsum Borgarbókasafnsins og í tveimum grunnskólum. Vorið 2017 verður Heilahristingur í boði á fimm stöðum.

Sú staðreynd að verkefnið hefur þróast má einnig sjá við að líta út fyrir höfuðborgina þar sem "Heilahristingur" eða sambærileg heimanámsaðstoð á bókasöfnum fer núna fram á 5-6 stöðum á Íslandi, þar á meðal í Hafnarfirði, Garðabæ og Reykjanesbæ.

Allir áhugasamir um verkefnið geta nálgast upplýsingar á íslensku og fimm öðrum tungumálum hér: www.heilahristingur.is

Til baka
English
Hafðu samband