Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flottur dagur á fjalli

17.03.2017
Flottur dagur á fjalliNemendur í eldri deild skólans (5. - 7. bekkur) fór í Bláfjöll fimmtudaginn 16. mars. Veður var með besta móti, sól og nánast logn og færið verður ekki betra. Ferðin var hin ánægjulegasta. Nemendur völdu sér að skíða, fara á bretti eða leika sér á sleða í brekkunum. Þeir sem vildu gátu fengið skíða- eða brettakennslu. Einhver lítilsháttar óhöpp áttu sér stað en flestir komu kátir og endurnærðir heim eftir dvölina í fjöllunum. Myndir úr ferðinni eru komnar á myndasíðu skólans 2016-2017

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband