Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skópartý

04.10.2017
Skópartý

Dagana 28. september – 4. október voru allir nemendur hvattir til að koma gangandi eða hjólandi í skólann í tilefni Göngum í skólann verkefnisins. Þann 4. október var alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn og hófst skóladagurinn með skópartýi. Nemendur og starfsfólk komu með gamla skó að heiman og lögðu til skó í skópartýið, fór þátttakan fram úr björtustu vonum. Nemendur röðuðu skónum út frá skólanum og upp göngustíginn í átt að Mýrinni en skópörin voru alls 396 sem raðað var í gönguna og höfðu nemendur mjög gaman af þessum gjörningi. Skólinn þakkar öllum sem lögðu verkefninu lið en þess má geta að allir skórnir verða gefnir til Fjölskylduhjálpar Íslands. Þess má geta að skórnir fylltu alls 15 poka. 

Hægt er að skoða fleiri myndir frá gjörningnum á myndasíðu skólans og lesa meira um verkefnið á http://www.gongumiskolann.is/

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband