Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinna saman í forvarnarvikunni

04.10.2017
Vinna saman í forvarnarvikunni

Krakkarnir í Evuhópi í 1.B fengu vinabekkinn sinn 5.HBS í heimsókn í vikunni. Það var í tilefni af forvarnarviku leik- og grunnskóla Garðabæjar en þema vikunnar tengist snjalltækjanotkun. Fyrst fór 1.bekkur í hugstormun og fann upp á alls kyns skemmtilegum hlutum sem hægt er að gera með fjölskyldunni í staðinn fyrir að hanga í snjalltæki. Það gekk mjög vel og krakkarnar voru með fullt af góðum hugmyndum. Síðan komu vinirnir í 5.bekk og hjálpuðu þeim að búa til „forvarnargogg“ sem þau fengu svo að fara með heim.

Skoðið fleiri myndir á myndasíðu 1.B

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband