Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5.HBS á Landnámssýninguna

06.10.2017
5.HBS á Landnámssýninguna

Nemendur í 5. HBS fóru í heimsókn á Landnámssýninguna í tengslum við Víkingaöldina. Nemendur hafa undanfarið verið að lesa og vinna ýmis verkefni um landnám Íslands og þess vegna tilvalið að heimsækja og skoða Landnámssýninguna. Vel var tekið á móti hópnum og unnu nemendur verkefni um hvað landnámsmenn þyrftu að huga að þegar siglt var til Íslands á þessum tímum s.s. hvernig útbúa þyrfti skipin, hvað hafa þyrfti meðferðis og um útbúnaður almennt.

 Myndir frá heimsókninni eru á myndasíðu 5. HBS

 

 

Til baka
English
Hafðu samband