Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinaliðanámsskeið haust 2017

09.10.2017
Vinaliðanámsskeið haust 2017

Miðvikudaginn 4.október sl. fóru Vinaliðar Hofsstaðaskóla á námsskeið sem haldið er af verkefnastjórum Vinaliðaverkefnisins á Íslandi.  Ragnheiður kom og kenndi okkur marga skemmtilega leiki og fór yfir hlutverk vinaliða.  Námsskeiðið var frá kl 9-12 og stóðu nemendur sig mjög vel, voru dugleg og áhugasöm.  Vinaliðaverkefnið hér í Hofsstaðskóla byrjaði í dag, mánudag og gekk vel.  Þeir sem vilja kynna sér enn frekar Vinaliðaverkefnið bendum við á heimasíðuna www.vinalidar.is.  Verkefnið er fyrir 5.-7.bekk í Hofsstaðaskóla og eru það íþróttakennararnir Gunna og Guðrún Jóhanna sem eru verkefnastjórar vinaliðaverkefnisins í Hofsstaðaskóla. Á myndasíðu Hofsstaðaskóla má sjá fleiri myndir frá námskeiðinu.

Til baka
English
Hafðu samband