Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skáld í skólum

23.10.2017
Skáld í skólum

Skáld í skólum er verkefni sem Rithöfundasamband Íslands býður nemendum grunnskólanna. Margrét Tryggvadóttir og Davíð Stefánsson heimsóttu nemendur í 2. og 3. bekk með erindið ,,Platorð og flækjusögur.“ Þar spjölluðu þau um ýmis skemmtileg orð og virkjuðu ímyndunaraflið hjá nemendum. Margrét las líka úr bókinni sinni Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar. Nemendur í 6. og 7. bekk fengu heimsókn frá rithöfundunum Gunnari Theodór Eggertssyni og Ragnhildi Hólmgeirsdóttur með dagskrána ,,Að smíða sér heim.“ Þau fjölluðu um mikilvægi þess að kynnast eigin hugarheimi með ólíkum gerðum af innblæstri og bentu nemendum á hvernig hægt er að búa til áhugaverðan söguheim og sögupersónur. Einnig lásu þau upp úr bókum sínum, Galdra-Dísu og Koparbrautinni.

Kíkið á myndasíðu skólans til að skoða fleiri myndir

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband