Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Laufabrauðsgerð í Hofsstaðaskóla

22.11.2017
Laufabrauðsgerð í Hofsstaðaskóla

Laugardaginn 25. nóvember verður sannkölluð jólastemning í sal skólans þegar foreldrafélagið býður upp á sína árlegu laufabrauðsgerð kl. 11-14. Falleg jólalög verða spiluð og kór skólans mætir kl. 12:30 og syngur nokkur vel valin jólalög. 

Börn eiga að koma í fylgd með fullorðnum. Koma þarf með skurðarbretti, hnífa til að skera út og ílát fyrir steiktu laufabrauðin. Þeir sem ekki eiga laufabrauðshnífa geta t.d. notað fiskihníf, steikarhnífa, vasahnífa eða grillpinna. Svo lengi sem oddurinn er mjór virkar það vel.

Veitingasala verður á staðnum. Á meðfylgjandi auglýsingu má sjá hvað þar verður til sölu og nánari upplýsingar um viðburðinn.

Hlökkum til að sjá ykkur öll í jólaskapi.

Með kveðju frá foreldrafélagi skólans.

Skoða auglýsingu

Til baka
English
Hafðu samband