Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Erasmus heimsókn

30.10.2018
Erasmus heimsókn

Vikuna 15. -19. október voru góðir gestir í Hofsstaðaskóla frá sjö Evrópuþjóðum þ.e. Belgíu, Ítalíu. Bretlandi, Búlgaríu, Frakklandi (Guadalupe), Tyrklandi og Svíþjóð. Þetta voru skólastjórnendur og kennarar úr leik- og grunnskólum, alls 17 manns. Löndin sjö taka þátt í Erasmusverkefni ásamt Hofsstaðskóla. Verkefnið ber yfirskriftina L'école de demain pour tous commence aujourd'hui eða Tomorrow‘s school for all starts today“. Markmið þess er að miðla þekkingu milli landanna um hvernig nýta má upplýsingatækni í skólastarfi á fjölbreyttan hátt til að bæta nám og kennslu og kynnast menningu landanna.
Heimsóknin tókst í alla staði mjög vel og voru gestirnir afar ánægðir með það sem þeir upplifðu af landi og þjóð. Þeir sýndu skólanum okkar mikinn áhuga og voru mjög ánægðir með dvölina hér. Tekið var formlega á móti gestunum með því að ganga um og kynna þeim skólann og sáu ensku- og frönskumælandi nemendur skólans um þá kynningu. Meðan á heimsókninni stóð heimsóttu gestirnir fjölmargar kennslustofur og tóku þátt í kennslustundum og nokkrum vinnustofum þar sem unnið var með ýmis verkfæri og tækjabúnað í upplýsingatækni.
Hofsstaðaskóli í heild sinni vakti mikla hrifningu gestanna og höfðu þeir á orði að hér færi fram mikið og gott faglegt starf og að allur aðbúnaður væri til fyrirmyndar bæði fyrir nemendur og starfsfólk.
Verkefnastjórar Hofsstaðaskóla eru Anna Magnea Harðardóttir og Elísabet Benónýsdóttir.
Öllum þeim fjölmörgu sem komu að því að undirbúa móttöku gestanna og þeim sem tóku þátt í þessari umfangsmiklu og skemmtilegu dagskrá er þakkað innilega fyrir að gera móttökurnar á Íslandi að frábærri upplifun.

Myndir frá heimsókninni eru komnar á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband