Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Grunnskólamót UMSK í blaki

05.10.2019
Grunnskólamót UMSK í blaki

Miðvikudaginn 9. október verður haldið grunnskólamót í blaki fyrir skóla á UMSK svæðinu. Mótið er ætlað nemendum í 4. -6. bekk og verður haldið í Kórnum í Kópavogi. Mótið var haldið í fyrsta sinn í fyrra og tókst einstaklega vel þar sem um 700 nemendur frá 13 skólum kepptu.

Nemendur í 5. og 6. bekk í Hofsstaðaskóla taka þátt í mótinu að þessu sinni og hafa 108 krakkar skráð sig til leiks. Farið verður í rútu frá skólanum kl. 8.30 og komið til baka um kl. 11.00.

Leikvellir eru 4,5 x 9 m að stærð og verða tveir í hverju liði inn á í einu. Sá þriðji er varamaður. Hver leikur er 5 mínútur og spila árgangar innbyrðis.

 

Til baka
English
Hafðu samband