Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjallaferðir 4. – 7. bekkja Hofsstaðaskóla 2020

27.02.2020
Fjallaferðir 4. – 7. bekkja Hofsstaðaskóla 2020Farið verður í Bláfjöll með nemendur í 4. og 6. bekk mánudaginn 2. mars og nemendur í 5. og 7. bekk þriðjudaginn 3. mars.
Nemendur mæta í skólann klukkan 8:30 og koma þá með allan búnað með sér. Búnaðinn á að geyma fyrir framan anddyri árgangs og svo fara nemendur í heimastofur. Það verður lagt af stað í Bláfjöll um kl. 9 og tilbaka úr Bláfjöllum um kl. 14:00. Áætluð heimkoma í Hofsstaðaskóla er um kl. 14:50.
Þeir sem eiga skíðabúnað taka hann með sér en einnig er í boði að taka sleða/þotu (en ekki hringþotur). Í Bláfjöllum er hægt að leigja skíði og bretti en það kostar 2.400 krónur. Allir nemendur eiga að vera með skíðahjálma en í Bláfjöllum er hægt að fá lánaða hjálma án endurgjalds en það er takmarkað magn. Allir sem eiga skíðahjálma eru hvattir til að koma með þá sjálfir.
Lyftugjald er 1000 krónur á nemanda. Þeir sem eiga árskort geta notað það. Nemendur koma með pening í skólann föstudaginn 28. febrúar og afhenda umsjónarkennara.
Foreldrar og forráðamenn eru velkomnir með í ferðina. Það er hægt að fara á eigin bíl eða fara með hópnum en þá þarf að tilkynna komu sína á föstudaginn á netfangið margretb@hofsstadaskoli.is og greiða rútugjald, 1500 krónur.
Útbúnaður:
 Allir sem ætla á skíði eða bretti verða að hafa hjálma.
 Hlýr útivistarfatnaður, úlpa, hlífðarbuxur, húfa, ullarsokkar og vettlingar.
 Allir þurfa að hafa með sér holla morgun- og hádegishressingu. Ekki er leyfilegt að hafa með sér peninga til að kaupa nesti á staðnum. Þeir sem eru í áskrift hjá Skólamat fá kostnað við eina máltíð dregna frá mánaðargjaldi. Ef skíðaferðinni verður aflýst vegna veðurs þá koma nemendur með hádegisnesti í skólann þann dag.
 Skíði/bretti /snjóþota/sleði – ef nemendur hafa tök á. Mikilvægt að búnaður sé merktur og pakkaður þannig að nemendur geti sjálfir haldið á honum án vandræða.
 Muna að bera á sig sólarvörn ef það er bjart.

Kostnaður:
• Rúta – skólinn borgar fyrir nemendur - foreldrar greiða 1.500 krónur.
• Lyftukort - 1000 krónur (þeir sem ætla að skíða) – koma með í skólann föstudaginn 28. febrúar. Nemendur fá lyftukort hjá umsjónarkennara í Bláfjöllum og skila því aftur til hans áður en lagt er af stað.
• Skíða-/brettaleiga – 2.400 krónur. Ef nemandi ákveður að skipta um búnað þ.e. úr bretti í skíði þarf að greiða aukalega 1000 kr. fyrir það.
Leiga á skíðabúnaði í fjallaferð
Þeir nemendur sem ætla að leigja skíði eða bretti koma með 2.400 kr. í skíðaferðina.
Til að leigja þarf að gera eftirfarandi þegar komið er í leiguna í Bláfjöllum.
Skrá grunnupplýsingar um sig í tölvu á staðanum. Muna að prenta miða. Starfsmenn skólans aðstoða nemendur.
1. Greiða fyrir búnaðinn hjá gjaldkera.
2. Afhenda starfsmanni miðann og hann finnur til viðeigandi búnað. Mikilvægt að nemendur viti hæð, þyngd og skóstærð (flýtir fyrir afgreiðslu)
3. Leigubúnaði skal svo skila aftur í leigu að lokinni notkun en ekki skilja hann eftir í kringum skálann. Starfsmenn leigunnar þiggja allar ábendingar um bilanir á búnaði.

Með von um ánægjulega fjallaferð, starfsmenn Bláfjalla og Hofsstaðaskóla
Til baka
English
Hafðu samband