Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Haustfundir með forráðamönnum

30.08.2022
Haustfundir með forráðamönnum

Haustfundir með forráðamönnum verða haldnir 7. - 13. september. Lögð er rík áhersla á að forráðamenn mæti á fundina því þar verður mikilvægum skilaboðum miðlað. Fyrir fundina verða sendar út hagnýtar upplýsingar sem hægt er að spyrja nánar um en annars er markmið fundanna að kynna innra starf og áherslur í námi og kennslu, námsmat mentor og skólabrag.Forráðamenn fá tækifæri til þess að hittast og skapa grunn að samskiptum sín á milli. Þeir velja bekkjarfulltrúa en það er mikilvægt að í öllum bekkjardeildum séu bekkjarfulltrúar sem saman mynda fulltrúaráð foreldra.
Fundirnir verða eftirfarandi:

1. bekkur       þriðjudaginn              13. september           kl. 17.00 - 18.30.
2. bekkur       miðvikudaginn            7. september            kl. 8.30 - 9.30
3. bekkur       fimmtudagur               8. september            kl. 8.30 – 9.30
4. bekkur       þriðjudagur               13. september            kl. 8.30 - 9.30
5. bekkur       föstudagur                  9. september            kl. 11.00 - 12.00
6. bekkur       föstudagur                  9. september            kl. 8.30 - 9.30
7. bekkur       fimmtudagur               8. september            kl. 11.00 - 12.00


 
Til baka
English
Hafðu samband