Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur í 2. og 3. bekk læra með Evolytes

06.11.2023
Nemendur í 2. og 3. bekk læra með Evolytes

Í síðustu viku kom hann Siggi frá Evolytes í heimsókn til okkar í Hofsstaðaskóla og kynnti Evolytes námsleikinn fyrir nemendum í 2. og 3. bekk. Námsleikurinn þjálfar nemendur á skemmtilegan hátt í stærðfræði þegar þeir ferðast um ævintýraheim og kynnast þar ýmsum persónum og takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Í vetur munu nemendur í 2. og 3. bekk meðal annars glíma við stærðfræðina í Evolytes leiknum og bókum sem leiknum fylgja. Það er von okkar að nemendur verði áhugasamir, læri hraðar og séu tilbúnir að eyða meiri tíma í námsefninu með tilkomu Evolytes. Nánar má lesa um efnið á vefsíðunni https://www.evolytes.com/home/is-IS/landing

 


Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband