Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Landnámskrakkar

29.04.2024
Landnámskrakkar

Í tilefni af Menningarhátíð Garðabæjar var þriðja bekk boðið á sýningu í Minjagarðinum að Hofsstöðum. Þjóðfræðingar tóku vel á móti okkur og leiddu fræðandi viðburð um fornleifafræði, landnámið og lífið í landnámsskálanum. Við hlustuðum á söguna um skessuna Þjóðbrók og fórum í leiki sem krakkar léku sér að í gamla daga. Einnig skoðuðum við í sjónaukana sem eru í Minjagarðinum það var mjög forvitnilegt.
Í góðu veðri í góðra vina hópi er gaman að upplifa eitthvað nýtt sem er í rauninni mjög gamalt.

Sjá myndir


Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband