Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

"Skilamunapartý"

17.05.2023
"Skilamunapartý"

Breytum óskilamunum nemenda í skilamuni! Miðvikudaginn 24. maí n.k. verður fatnaður og munir sem safnast hafa saman í skólanum í vetur aðgengilegir fyrir foreldra í miðrými skólans. Opið verður í skólanum til kl. 19.00 þann dag og gefst þá tækifæri til þess að koma við og kanna hvort eitthvað finnist af dóti sem hefur ekki skilað sér heim að undanförnu. Eftir miðvikudaginn er hægt að koma við á milli kl. 7.45 og 16.00.

Það sem eftir verður í júní verður fært Fjölskylduhjálpinni að gjöf. 

Til baka
English
Hafðu samband