Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólastarf hefst fimmtudaginn 24. ágúst

21.08.2023
Skólastarf hefst fimmtudaginn 24. ágústFramkvæmdir ganga vel í skólanum og verður unnið áfram að þeim næstu daga og vikur. Við hefjum skólastarf á fimmtudaginn 24. ágúst.
Okkur þykir leitt að tilkynna að skólasetning verður ekki á miðvikudaginn 23. ágúst eins og til stóð. Ljúka þarf frágangi og undirbúa þær kennslustofur sem eru tilbúnar svo hægt sé að taka á móti nemendum. Til að byrja með notum við Kastalann, lausu kennslustofurnar hér við húsið fyrir þrjá 6. bekki og tvo 5. bekki.
Yngri nemendur, 1. – 4. bekkur mæta kl. 8.30 og eldri, 5. – 7. bekkur kl. 9.30. Smiðjur og íþróttatímar verða skv. áætlun og allir þurfa að vera klæddir til útiveru. Umsjónarkennarar senda foreldrum nánari upplýsingar. Skólamatur býður upp á hádegisverð en númerakerfið verður ekki orðið virkt þessa fyrstu tvo skóladaga.
Vakin er sérstök athygli á því að frístundaheimilið verður lokað á miðvikudag, eins og áður var auglýst en frístundastarfið hefst á fimmtudag að loknum skóladegi. Frístundabíllinn verður á áætlun.
Við hlökkum til að taka á móti nemendum í skólann.
f.h. skóladeildar
Skólastjóri Hofsstaðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband