Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rithöfundar heimsækja Hofsstaðaskóla

13.12.2023
Rithöfundar heimsækja Hofsstaðaskóla

Á aðventunni hafa nokkrir rithöfundar komið í heimsókn í Hofsstaðaskóla og lesið fyrir nemendur. Áslaug Jónsdóttir heimsótti 1. og 2. bekk og las upp úr bókunum um skrímslin og nýju bókinni sinni Allt annar handleggur. Sævar Helgi Bragason stundum kallaður Stjörnu-Sævar las fyrir 3. og 6. bekk upp úr bókunum Úps! Mistök sem breyttu heiminum og Hamfarir. Bjarni Fritzson las fyrir 4. og 5. bekkinga upp úr nýjustu bókinni um Orra óstöðvandi - Jólin eru að koma. Kristín á bókasafninu hefur einnig verið að bjóða nemendum í sögustundir á safninu og kynnt fyrir þeim jólabækurnar. Rík lestrarhefð er í skólanum og markvisst er unnið að því að efla lestraráhugahvöt nemenda og heimsóknir rithöfunda er ein leið til þess. Vonandi verða nemendur duglegir að lesa í jólafríinu sér til gagns og gamans.

Hér má sjá myndir frá heimsóknunum

Til baka
English
Hafðu samband