Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hópefli fyrir nemendur í 7. bekk

29.04.2024
Hópefli fyrir nemendur í 7. bekk Föstudaginn 19. apríl buðu foreldrar í 7. bekk nemendum í hópefli sem var skipulagt af bekkjarfulltrúum. Fyrirtækið Leikgleðin kom í heimsókn en það samanstendur af tveimur eldhressum starfsmönnum, þeim Arnari og Hákoni en þeir sérhæfa sig í að kalla fram leikgleðina hjá fólki. Notast var við allan íþróttasalinn og léku nemendur sér í allskonar þrautum og leikjum í 90 mínútur með góðri aðstoð frá íþróttakennurum en þetta fór einmitt fram á sama tíma og bekkirnir áttu að vera í íþróttum.

Á meðan nemendur léku sér og styrktu böndin þá boðuðu bekkjarfulltrúar til pálínuboðs með foreldrum og var frábær mæting foreldra sem nutu þess að hittast, spjalla saman og styrkja böndin sín á milli en nú fer að líða að því að þessir nemendur klári nám sitt í Hofsstaðaskóla og leggi í ný ævintýri á næsta skólastigi.
Bekkjarfulltrúar mæla heilshugar með svona hópefli og gaman að hafa allan árganginn saman.

Myndir eru hér
Til baka
English
Hafðu samband