Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Minningarorð um Sigurveigu Sæmundsdóttur fyrrverandi aðstoðarskólastjóra.

07.05.2024
Minningarorð um Sigurveigu Sæmundsdóttur fyrrverandi aðstoðarskólastjóra.

Sigurveig hóf störf við Hofsstaðaskóla árið 1982 sem umsjónarkennari og sama ár og skólinn flutti í núverandi húsnæði árið 1994 varð hún aðstoðarskólastjóri og sinnti því starfi til ársins 2004 er hún tók við stöðu skólastjóra í Flataskóla. Sigurveig var fulltrúi grenndarsamfélags í skólaráði Hofsstaðaskóla frá haustinu 2013 til vorsins 2019. Þar kom sér vel margvísleg reynsla hennar, yfirsýn og þekking á skólastarfi.

Fagmennska og alúð einkenndi störf Sigurveigar alla tíð og var hún hluti af þéttum hópi starfsmanna sem lögðu grunn að skólabrag og skipulagi í Hofsstaðaskóla. Meðal hefðum sem hún ásamt öðrum ýtti úr vör er þorrablót 6. bekkinga með þátttöku foreldra. Þar kom til aðstoðar og ráðgjafar Halldór maður hennar sem lét sitt ekki eftir liggja við verkefnið í mörg ár. Þorrablótið er enn á dagskrá með svipuðu sniði.

Samstarfsfólk og skólasamfélagið í Hofsstaðaskóla sendir fjölskyldu Sigurveigar innilegar samúðarkveðjur og minnist hennar með þakklæti og hlýju.

Hafdís Bára Kristmundsdóttir
skólastjóri

Til baka
English
Hafðu samband