Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

BMX BRÓS skemmtu nemendum

11.06.2024
BMX BRÓS skemmtu nemendum

Foreldrafélag skólans bauð nemendum upp á flotta sýningu á Íþróttadaginn 6. júní sl. Sýningin var inni í íþróttahúsinu og myndaðist afbragðsgóð stemming á troðfullum áhorfendapöllunum. 
BMX bros sýndu listir sínar á BMX hjólum og fóru á kostum og á stundum leist okkur ekkert á blikuna þegar þeir stukku hátt í loft upp, sneru sér og lentu svo teinréttir á gólfinu. Þeir náðu líka mjög vel til nemenda. Færum foreldrafélaginu innilegar þakkir fyrir þessa góðu gjöf.

 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband