Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útskriftir hjá drekaklúbbnum

15.02.2017
Útskriftir hjá drekaklúbbnum

Nýjustu fréttir af drekaklúbbnum sem hóf göngu sína í kringum áramót eru þær að samtals hafa nemendur í klúbbnum lesið 336 bækur. Bókunum sem nemendur lesa er skipt í 5 þyngdarflokka. Þegar nemendur hafa lesið 8-10 bækur í hverjum þyngdarflokki útskrifast þeir og fá viðurkenningu. Nú hafa 14 nemendur útskrifast sem drekalærlingar, 13 drekfræðingar, 9 drekameistarar af 1. gráðu og 3 drekameistarar af 2. gráðu. Viðurkenningunum fylgir mikil spenna og gleði. Margir nemendur eru við það að útskrifast milli flokka og það bætast við nýir meðlimir í drekaklúbbinn í hverri viku.

Hvetjum alla þá sem hafa áhuga að gefa sig fram við hana Kristínu á bókasafninu sem hefur umsjón með klúbbnum.

Hér er hægt að lesa frétt sem birtist um drekaklúbbinn þann 9. janúar sl.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband