Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5.HBS sýnir á sal

23.03.2018
5.HBS sýnir á sal

Nú hafa krakkarnir í 5. HBS haldið skemmtun á sal fyrir nemendur  í 5. - 7. bekk. Skemmtunin fór fram föstudaginn 23. október og var foreldrum boðið að koma og fylgjast með. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg og stóðu nemendur sig með prýði. Boðið var uppá tónlistaratriði, dansatriði, brandara, fimleika og almenna gleði. Áhorfendur í sal voru til fyrirmyndar og virtust skemmta sér hið besta. Í lokin dönsuðu allir inn í páskafríið. Gleðilega páska.

Á myndasíðu 5. HBS eru myndir frá skemmtuninni og hér fyrir neðan má nálgast myndskeið frá viðburðinum.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband