Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Boðsundskeppni grunnskólanna

27.03.2019
Boðsundskeppni grunnskólanna

Boðsundskeppni grunnskólanna var haldin í Laugardalslaug þann 26. mars sl. Mótið er haldið á hverju ári og var met þátttaka í ár 648 krakkar frá 41 skóla. Hofsstaðaskóli sendi tvær sveitir til keppni, eina úr 6. bekk og aðra úr 7. bekk. Stóðu báðar sveitirnar sig með prýði og enduðu í 29. og 35. sæti af 53 sveitum. Krakkarnir voru skólanum til sóma í framkomu og var endað á að fara og fá sér pylsu eftir mótið sem mæltist vel fyrir hjá hópnum.
Hér er krækja á frétt inn á Mbl.is  þar sem krakkar frá Hofsstaðskóla sjást keppa.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/03/27/bodsundid_komid_til_ad_vera/

 

Til baka
English
Hafðu samband