Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðilegt nýtt ár

01.01.2023
Gleðilegt nýtt árStjórnendur og starfsfólk skólans þakka afar gott samstarf, stuðning og samkennd á liðnu ári. Jákvæður og styðjandi hópur foreldra og aðstandenda nemenda er ómetanlegur fyrir allt skólasamfélagið og ekki síst nemendurna sjálfa.
Kennsla hefst mánudaginn 2. janúar samkvæmt stundaskrá. Þeir nemendur sem það vilja mæta í náttfötum eða s.k. kósýgalla. Mikilvægt er þó að vera vel klædd til útiveru og leikja í snjónum.
Fram undan er sex vikna lota fram að vetrarleyfinu sem er 13. til 17. febrúar n.k. með þeim undantekningum að þriðjudaginn 11. janúar er skipulagsdagur og 31. janúar eru nemenda- og foreldrasamtöl og þá daga fellur kennsla niður.
Búið er að koma fyrir einu af þremur húsum með nýjum kennslustofum á bílastæði starfsmanna norðan við skólahúsið og halda framkvæmdir áfram út þessa viku að minnsta kosti. Í stofurnar fara þeir bekkir sem hafa þurft að fara úr stofunum sínum vegna myglu.
Við minnum á að fara þarf varlega við skólann, nýta bílastæði við enda fótboltavallarins og við FG ef kostur er. Bannað er að leggja bílum við gula línu á akveginum niður að skólanum eða í hringtorginu. Best er að sem flestir nemendur gangi í og úr skóla ef veður og aðstæður leyfa. Mikilvægt er einnig að muna eftir endurskinsmerkjunum svo allir sjáist vel og séu öruggari.
Megi nýja árið verða okkur öllum farsælt og ánægjulegt.
Hafdís Bára
skólastjóri
Til baka
English
Hafðu samband