Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Börnin bjarga - endurlífgunarfræðsla

26.02.2023
Börnin bjarga - endurlífgunarfræðslaVikuna 27. febrúar til 2. mars taka nemendur í 6. bekk þátt í verkefninu Börnin bjarga á vegum heilsugæslunnar. Einn bekkur fer í einu og sér Ása Sæunn skólahjúkrunar-fræðingur um fræðslu og kennslu með aðstoð endurlífgunardúkkunnar Önnu.
Tilgangur „Börnin bjarga“ er að kenna nemendum í 6. til 10. bekk endurlífgun, markvisst og árlega. Megin áhersla er lögð á verklega kennslu sem byggð er á bóklegri fræðslu. Stuðst er við H-in þrjú; HORFA – HRINGJA – HNOÐA. Í verklegu kennslunni er notuð endurlífgunardúkkan Anna.
Skólahjúkrunarfræðingar sjá um kennsluna sem bætist við fjölbreytta skipulagða heilbrigðisfræðslu sem þeir sjá um í öllum bekkjum grunnskóla.
Rannsóknir sýna að slík kennsla eykur fjölda þátttakenda í endurlífgun umtalsvert og bætir lífslíkur í kjölfar hjartastopps utan spítala svo um munar. Markmiðið er að öll börn sem útskrifast úr grunnskóla kunni að bregðast við hjartastoppi og beita hjartahnoði og bjarga þannig mannslífi.
Þetta verkefni er hluti af átakinu Kids save lives, sem Endurlífgunarráð Evrópu (ERC) og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) settu af stað í þeim tilgangi að hvetja allar þjóðir heims til þess að innleiða endurlífgunarkennslu meðal grunnskólanema.

Til baka
English
Hafðu samband