Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5. GHS skemmtir á sal

24.03.2023
5. GHS skemmtir á salFöstudaginn 24. mars var komið að nemendum í 5. GHS að sjá um skemmtidagskrá á sal fyrir samnemendur sína á miðstigi (5. -7. bekkur). Krakkarnir hafa staðið í ströngu undanfarið við undirbúning og buðu þau upp á fjölbreytt og flott atriði. Þemað hjá þeim var Hogwarts þar sem m.a. var gerður samanburður á Hofsstaðaskóla og Hogwarts sem sló algerlega í gegn. Það kom á óvart hversu margt var hægt að tína til í þeim samanburði. Þau settu einnig á svið leikrit þar sem var að finna senu úr Eldbikarnum, sýndu tvö myndbönd; Söngvakeppnina og Það sem ekki má sem þau gerðu sjálf undir dyggri handleiðslu Guðrúnar umsjónarkennara. Síðast en ekki síst spiluðu nokkrir nemendur snilldarvel á hljóðfæri.  

Markmiðið með skemmtun á sal er að efla nemendur í að koma fram en einnig að þjálfa þá sem skemmtunina sækja í að sýna virðingu, vera góðir áhorfendur og njóta.

Myndir frá skemmtuninni eru á myndasíðu 5. bekkja


Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband