Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinnumorgun í Húsdýragarðinum

21.11.2023
Vinnumorgun í Húsdýragarðinum

Fimmtudaginn 16. nóvember skelltu nemendur 6. ÓP sér í Húsdýragarðinn þar sem þeir gerðust dýrahirðar og sáu um að hreinsa eftir nóttina og gefa dýrunum í garðinum að borða. Nemendur skemmtu sér konunglega og fengu að kynnast því hvernig hugsað er um dýrin í garðinum. Nemendur bekkjarins voru alveg til fyrirmyndar og fengu gott hrós frá starfsmönnum Húsdýragarðsins fyrir frammistöðu sína.

Myndir eru ferðinni eru komnar á myndasíðu 6. bekkja

Til baka
English
Hafðu samband