Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5. JBI á Þjóðminjasafni Íslands

30.11.2023
5. JBI á Þjóðminjasafni Íslands

Þriðjudaginn 28. nóvember fór 5. JBI í heimsókn á Þjóðminjasafn Íslands. Í heimsókninni var fjallað um landnámstímann og fornleifar frá fyrstu öldum byggðar á Íslandi skoðaðar. Fjallað var um daglegar athafnir á landnámstímanum út frá gripum sem þeim tengjast svo sem hnefatafl, vopn, silfursjóð, eldfæri, skart, vefnað, mataráhöld og verkfæri. Nemendur skoðuðu beinagrindur í kumlum, jarðvegssnið með öskulögum og kynntust aðferðum fornleifafræðinnar. Að lokum fengu nemendur að máta búninga að hætti landnámstímans og skemmtu sér afar vel.Skoða má myndir frá heimsókninni á myndasíðu 5. bekkja

 

Til baka
English
Hafðu samband