Góðverk dagsins í 3. ÁS
24.02.2010
Dagana 22. – 26. febrúar standa skátarnir og fleiri samstarfsaðilar fyrir svokölluðum Góðverkadögum um land allt undir yfirskriftinni „Góðverk dagsins“ sjá nánar á www.godverkin.is. Góðverkadagar í skólum hafa að markmiði að hvetja börn og ungt fólk til athafna og umhugsunar um að láta gott af sér leiða, sýna náungakærleik, vináttu, hjálpa öðrum og gera góðverk.
Nemendur 3. Á.S. taka þátt í verkefninu undir stjórn umsjónarkennarans hennar Ágústu. Krakkarnir settu saman „Góðverkabók“ og skrá í hana góðverkin sín. Góðverkin eru af ýmsum toga og fara fram bæði heima og í skólanum. Hér eru nokkur dæmi um góðverk nemendanna.
- Ég hjálpaði mömmu með innkaupin
- Ég hjálpaði mömmu með þvottinn
- Ég hjálpaði til við að skipta á litlu systir
- Ég knúsaði bekkjarfélagana
- Ég hjálpaði kennaranum að taka til í stofunni
- Ég gaf ömmu blóm
Kíkið á myndir af krökkunum í 3. Á.S.