Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Landnámið í 5. bekk

02.11.2010
Landnámið í 5. bekk

Nemendur 5.bekkja hafa nú í haust unnið stórt verkefni í samfélagsfræði þar sem fjallað er um landnám Íslands og ýmsa landnámsmenn. Af því tilefni hafa þeir sett sig í spor landnámsmanna, hlustað á sögur tengdar þeim og farið í þrjár vettvangsferðir tengdar efninu. Fyrst var haldið á landnámssýninguna 871 +/- 2 , en sýningin er á vegum minjasafns Reykjavíkur og fjallar um landnámið. Næst heimsóttu nemendur rústirnar að Hofsstöðum og nú síðast heimsóttu nemendur Þjóðminjasafnið og fengu m.a. að bregða sér í klæði landnámsmanna.

Kíkja á myndir úr heimsókninni

Til baka
English
Hafðu samband