Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kór Hofsstaðaskóla á vorönn 2011

27.01.2011
Kór Hofsstaðaskóla á vorönn 2011

Á vorönn verður starfandi kór í Hofsstaðaskóla fyrir nemendur í 4.-7. bekk. Æfingar verða á föstudögum kl. 14.00 – 15.00 eða í beinu framhaldi af skólastarfinu.

Settur verður upp söngleikur sem sýndur verður í lok mars og farið á landsmót barnakóra í byrjun apríl. Kórgjald fyrir önnina er 5.000 kr. og fá foreldrar upplýsingar um greiðslufyrirkomulag eftir skráningu. Áhugasamir en óákveðnir nemendur eru velkomnir á eina æfingu til að kynna sér kórinn áður en ákvörðun um skráningu er tekin.
Æfingar hefjast föstudaginn 28. janúar. Stjórnandi kórsins er Unnur Þorgeirsdóttir tónmenntakennari.

Skráning í kórinn er hjá Unni tónmenntakenna.


Það er gaman að syngja í kór, söngurinn göfgar og glæðir auk þess sem félagsskapurinn er skemmtilegur.

Til baka
English
Hafðu samband