Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

100 dagar í skóla

03.02.2011
100 dagar í skóla

Miðvikudaginn 2. febrúar var líf og fjör hjá 1. bekkingum því það var 100 skóladagurinn þeirra í Hofsstaðaskóla. Bæði nemendur og kennarar mættu í náttfötum og hófu daginn á því að búa til hátíðarhatta. Eftir frímínútur var farið í halarófu um ganga skólans undir dynjandi danstónlist. Halarófan endaði í salnum þar sem haldið var diskótek fyrir hópinn. Eftir hádegi hélt fjörið áfram í stofunum en þá unnu nemendur ýmiskonar verkefni.

Myndir frá hátíðarhöldunum

Til baka
English
Hafðu samband