Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinaheimsókn og vetrarganga hjá 3. ÁK

07.12.2011
Vinaheimsókn og vetrarganga hjá 3. ÁK

Krakkarnir í 3. ÁK hafa tekið sér ýmislegt skemmtilegt fyrir hendur nú á aðventunni. Á dögunum hitti bekkurinn vinabekk sinn í skólanum,  1. RJ, og áttu krakkarnir góða stund saman. 1. bekkur var að læra bókstafinn V og af því tilefni var tilvalið að nemendurnir í 3. ÁK hjálpuðu þeim að búa til vinabönd. Þegar því var lokið fengu allir sér piparkökur og djús saman.
Kuldatíðin undanfarið stoppaði ekki þennan duglega hóp sem hélt í gönguferð niður að sjávarsíðunni. Þar opnaði Sigríður kaffihúsið sérstaklega fyrir nemendur í 3. bekk Hofsstaðaskóla. Boðið var upp á gómsæta súkkulaðiköku og kakó sem gott var að ylja sér á eftir göngutúrinn í kuldanum. Að sjálfsögðu voru teknar myndir af ofangreindum atburðum og er þær að finna á myndasíðu bekkjarins.

 



 

Til baka
English
Hafðu samband